Það er oft talað um það að Morgan Freeman geti látið hvað sem er virðast skemmtilegt og athyglisvert, enda er röddin hans fullkomin þegar kemur að því að lýsa hverju sem er.
Í myndbandinu hér fyrir neðan þá fáum við að heyra hvað „Morgan Freeman“ finnst um Game of Thrones, alla þáttaröðina frá upphafi til enda.
Það er snillingurinn Charlie Hopkinson sem hermir eftir Morgan Freeman í þessu myndbandi – en væri ekki frábært ef að annar hvor þeirra myndi segja þeirra skoðun á öllum myndum og þáttum héðan í frá?