Krakkarnir í Áttunni eru búin að vera virkilega áberandi undanfarið ár. Þau framleiða lög, sketsa, faldar myndavélar og margt fleira. Þau eru meira að segja að reka sína eigin útvarpsstöð svo það er óhætt að segja að þau eru að gera mikið rétt.
En í ferbrúar komu þau með lagið „NEINEI“ og varð það strax mjög vinsælt. Nú á rúmlega hálfu ári er þetta lag að nálgast milljón í áhorf á Youtube eða til að hafa þetta nákvæmt þá er búið að spila lagið 986 þúsund sinnum. Það er nú bara nokkuð vel gert.