Auglýsing

Þetta TRIX geturðu notað til að sjá hvort vara í COSTCO er á góðu verði eða ekki!

Ef maður fer í Costco úir og grúir af alls kyns tilboðum og möguleikum. En hvað þýða verðin? Jú það hefur komið í ljós að það er hellings pæling á bakvið verðin.

Hér er greining sem fannst inni á hópnum Costco-Gleði.

1. Ef verðið endar á .99 kr þá er bara um venjulegt verð að ræða. Gott verð, en samt möguleiki á að sjá vöruna á lægra verði seinna meir.

2. Ef verðið endar á .97 kr þá er um að ræða vöru á lágu verði í takmarkaðan tíma. Um að gera að kaupa strax. Þýðir að verslunarstjórinn sé að hreinsa upp af lager eða selja upp vöru með skamman endingartíma.

3. Ef verð endar á .69 eða .79 þá er um að ræða vöru sem Costco hefur fengið á mjög lágu innkaupsverði eða er í reynslusölu.

4. Ef verðið endar á .59, .69 eða .89 þá er mögulega um að ræða vöru á betra verði en í öðrum Costco verslunum í TAKMARKAÐAN TÍMA.

5. Ef verðið endar á .88 eða .99 er um að ræða vöru sem verslunarstjórinn vill selja upp. VÖRU SEM KEMUR EKKI AFTUR. Oftast vara sem selst mjög illa eða skilavara í söluhæfu ástandi. ÞESSA VÖRU SKAL KAUPA STRAX, því hún er á BESTA FÁANLEGA VERÐINU. Hafa í huga að skoða vöruna vel áður.

Auðunn fær allt credit fyrir þessar hagnýtu og skemmtilegu upplýsingar varðandi hvernig VERÐ Á VÖRUM virkar hjá COSTCO og Anna Kristín að benda á þetta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing