Þau ákváðu að gera smá tilraun svona til að sjá hver viðbrögðin væru hjá fólki og hversu margir myndu stoppa þau frá því að reyna keyra undir áhrifum.
Þau þóttust vera full og að þau ættu í erfiðleikum með að opna bílinn og báðu næstu manneskjuna sem labbaði framhjá að hjálpa sér að opna bílhurðina, því þau gætu það ekki (út af ástandinu á þeim).
Viðbrögðin hjá fólki komu öllum á óvart!
Já, það er ótrúlega að sjá í lokin á myndbandinu hversu fáir reyndu að stoppa þau frá því að keyra full og opnuðu bara hurðina fyrir þeim.
Miðað við fjöldann sem keyrir fullur á Íslandi samkvæmt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þá er þetta líklegast eitthvað sem við þurfum að taka til okkar líka.