Þegar maður er ný byrjaður að hitta manneskju reynir maður að passa sig á því að gera ekkert sem á eftir að fæla manneskjuna í burtu. Þvílíkt snyrtilegur, passar hvað maður segir og hagar sér eins og engill til að sjá hvar línan er hjá þessari manneskju.
En svo þegar maður er búinn að vera í sambandi í einhvern tíma er þetta allt öðruvísi. Fólk fer að setja engilinn til hliðar og verður aðeins mannlegra þegar það er búið að tengjast hinni manneskjunni og er farið að líða vel í kringum hana.
Hérna eru nokkrir hlutir sem þú gerir þegar þú ert komin á þægilegan stað í sambandinu.
1. Hættir að raka þig eins oft.
Flestir sem raka sig gera það frekar reglulega þegar þeir eru að kynnast manneskjunni. Þetta verður að vera mjúkt og fallegt ef að þessi manneskja á að sjá svæðið. En svo þegar það er aðeins búið að líða á sambandið þá er þetta ekki eins reglulega. Þá fer maður að gera þetta bara þegar maður hefur tíma eða nennir.
2. Fólk prumpar fyrir framan hvort annað.
Þegar maður er að byrja hitta manneskju þá heldur maður prumpinu inn í sér. Þangað til að manneskjan er farin eitthvað, þá losar maður sig við þessa uppsöfnuðu sprengju. En um leið og fyrsta prumpið fyrir framan manneskjuna kemur þá er ekki aftur snúið. Þá er látið flakka hvar og hvenær sem er.
3. Fólk ræðir hægðir.
Eftir smá tíma er orðið í lagi að tala um hægðir við makann sinn. Ef maður er í einhverju veseni þarna niðri er gott að geta rætt það og þá á makinn að geta komið sterkur inn með ráð eða annað slíkt.
4. Stelpan getur rætt um blæðingar fyrir framan strákinn.
Mörgum strákum finnst hrikalega erfitt að heyra stelpur tala um blæðingar þó þetta sé ósköp eðlilegur hlutur. En þegar manneskjurnar eru búnar að kynnast og komnar á góðan stað má ræða þetta eins og hvað á að vera í kvöldmatinn.
5. Fólk fer að pissa með opna hurð.
Þegar fólk er að byrja saman passar það sig yfirleitt að loka hurðinni þegar það fer á klósettið. En svo kemst maður yfir það pjatt og skilur hurðina eftir opna. Þá er líka hægt að spjalla á meðan maður er á klósettinu og tengist þannig ennþá meira. Win win eins og þeir segja.
6. Leyfir makanum að kreista bólu sem er á þér.
Þetta er eitthvað sem mörg pör gera þegar þau eru komin á þægilegan stað. Og oft er það eins og önnur manneskjan fái eitthvað út úr þessu. Bannað að dæma…
7. Kossar eru í lagi þó maður sé lasinn.
Þegar maður er kominn á góðan stað í sambandinu og elskar manneskjuna sem maður er með, þá er maður ekkert hræddur við hina manneskjuna þó hún sé veik. Ef manni langar í sleik þá fer maður í sleik.
8. Allt í lagi þó maður bæti smá á sig.
Það er mjög algengt að þegar manneskjur byrja saman að það komi smá „sambandsfita“. Það kemur þegar maður sleppir æfingu einu sinni og einu sinni því manni langar meira að borða góðan mat með makanum og henda í kúr. Þetta gerist fyrir marga og á ekkert að vera neitt vesen, maður hendir þessu bara af sér við tækifæri.
Þetta eru allt hlutir sem eiga að vera í lagi þegar þú ert komin á fínan stað í sambandinum. Þar sem þú getur treyst makanum það mikið að þú getur verið þú sjálfur. Hrikalega fínt alveg hreint.