Hörðustu karlmenn sem maður þekkir geta orðið algjörar krúsídúllur í kringum dýr, þá sérstaklega kettlinga og hvolpa. Þetta myndband nær líklegast að komast í gegnum varnirnar hjá flestum – en þetta er í fyrsta skipti sem tekið er myndband af sandköttum í villtri náttúru.
Sand Cat Kittens Spotted in the Wild for First Time from Panthera Cats on Vimeo.
Það er alveg ótrúlegt að sjá hvað sandkettir eru pínku litlir, en þessi litlu dýr hafa lært að lifa af hörðu aðstæðurnar í eyðimerkunum í Norður-Afríku, Mið-Austurlöndunum og Mið-Asíu.
Jæja, þetta komst allavegana í gegnum brynjuna hjá mér.