Auglýsing

„Þvílík viðurkenning!“ – MICHELIN mælir með íslenska staðnum SUMAC

„Við erum ekkert smá stolt af því að vera recommended by Michelin. Þvílík viðurkenning fyrir okkar starfsfólk sem leggur metnað og gleði í sitt starf.“ segir Þráinn Freyr Vigfússon sem leiðir eldhúsið á Sumac ásamt Hafsteini Ólafssyni, kokki ársins 2017.

Michelin er þekktasti matargagnrýnandi heims og sendir hóp sérfræðinga um allan heim í leit að sérstaklega góðum mat. Á Íslandi eru aðeins örfáir staðir sem Michelin mælir með og því um mikinn heiður að ræða – ásamt því sem þetta getur vissulega haft áhrif á aðsóknina.

En hvernig staður er Sumac Grill + Drinks?

Eldhúsið á Sumac er leitt af Þráni Frey Vigfússyni og Hafsteini Ólafssyni – kokki ársins 2017 – sem hafa skapað íslenskan stað með áhrifum frá Norður-Afríku til Líbanon.

Á Sumac Grill + Drinks er íslenskt gæða hráefni blandað saman við framandi krydd – með áhrifum frá Líbanon og Marokkó. 

Til að sjá nánar kíktu inn á Sumac.is!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing