Eman Ahmed frá Egyptalandi er þyngsta kona heims og vegur hún um 500kg eða hálft tonn. Indverski skurðlæknirinn Muffazai Lakdawala heyrði fyrst af grafalvarlegri stöðu Eman á samfélagsmiðlum í gegnum átakið #SaveEman og þá fyrst fóru hjólin að snúast.
Muffazai kom af stað netsöfnun til að hægt væri að fljúga Eman frá Egyptalandi til Mumbai á Indlandi, þar sem planað var að hún mundi gangast undir fjöldan allan af skurðaðgerðum. Þegar vegabréfsáritun hennar var neitað setti hann sig í samband við utanríkisráðherra Indlands, Sushma Svaraj, sem brást skjótt við kallinu.
Allt virðist ganga eftir áætlun og er stefnan sett á að koma Eman undir 100kg.