„Fyrir hönd kvenna í samböndum allsstaðar langar mig að byrja á að þakka þér fyrir öll árin sem þú hefur eytt í kærastana okkar.
Það þarf enginn að segja mér að þú hefur verið til staðar fyrir hann í gegnum erfiða tíma, fyrrverandi kærustur, og þið hafið upplifað margt saman.
Við vitum báðar hversu þrjóskir strákar geta verið og ég get rétt ímyndað mér hve oft þú hefur þurft að tala hann í gegnum sambandsslit við stelpur sem hann átti aldei að hefja samband við.
Í sannleika sagt þakka kærustur allsstaðar ykkur fyrir staðfestuna og aðstoðina sem á endanum leiddi til þess að hann endaði með okkur.
Þú þarft að vita að hann hlustaði á þig þegar þú dróst hann í Kringluna til að koma honum aðeins betur inn í tískuna og hann hlustaði á þig þegar þú þurftir að tala um strákinn sem þú svafst hjá síðast sem svaraði ekki sms-i frá þér.
Þú komst á endanum yfir þann strák og endaðir í sambandi sjálf. Hann svaraði símanum þegar þú hringdir klukkan 2 um nótt vegna þess að kærastinn hafði haldið framhjá þér. Hann varð sár líka, fyrir þína hönd því honum þykir vænt um þig.
Með þig við hlið óx hann úr grasi og varð maðurinn sem hann er í dag.
En núna erum við saman. Og þegar við vorum að byrja saman og fyrrverandi kærastan hans hringdi vissi hann að hún væri ekki nógu góð fyrir sig. Og það er þér að þakka.
Hann valdi mig vegna þess að hann hlustaði á þig. Þessvegna stend ég í þakkarskuld við þig. Ég meina það. Mig langar virkilega að við séum vinkonur svo ekki gera mér það erfitt um vik.
Þú þarft að vita að nú þegar hann er með mér á hann ekki eftir að hringja jafn oft i þig til að röfla yfir því hve leiðinleg kærastan hans er. Hann á í sannleika sagt örugglega ekki eftir að hringja jafn oft í þig.
Hann þarf ekki lengur þína aðstoð við að velja gjöf handa mömmu sinni, eða upplýsingar um hvaða mýkingarefni virki best.
Hann getur kannski ekki alltaf svarað í símann klukkan 2 á nóttunni því við erum úti að skemmta okkur saman.
Mikið af hlutunum sem þið gerið saman munu nú innihalda mig líka. Og það er allt í lagi. Mér finnst það allt í lagi. Ég er ekki óvinur þinn. Ég veit að partur af þér hefði kannski viljað að hann yrði einhleypur að eilífu og þið hefðuð þá kannski gift ykkur þegar þið yrðuð fertug „af því bara“.
Ég er ekki að stela honum frá þér. Ég set honum engar reglur um að hann megi ekki umgangast þig nema svona eða hinsegin.
Við erum líkar á margan hátt. Okkur þykir báðum vænt um hann. En málið er að ég er stelpan sem þú vildir að hann endaði með allan tímann, þegar þú varst að vara hann við öðrum stelpum!
Ég vil vera vinkona þín en ég þarf líka að þú viljir vera vinkona mín. Leyfðu mér að vera með í samtölum þegar við hittumst öll 3 og ekki tala bara um fortíðina og einkahúmorinn ykkar sem ég veit ekkert um. Kynnstu mér, til að átta þig á því hvers vegna hann er að velja að eyða svona miklum tíma með mér.
Ég er partur af hans lífi núna og vegna alls þess sem þú hefur gert fyrir hann vil ég líka vera partur af þínu lífi núna.
Með kærri kveðju, kærastan.“
Pistillinn birtist fyrst á vefsíðunni Elite Daily og er eftir Miu Conti. Átt þú áhugaverðan pistil? Sendu okkur hann á menn@menn.is.