Það er alltaf erfitt að missa stjörnuleikmann, hvort sem það er í NBA körfuboltadeildinni eða annars staðar. En stundum er kominn tími til að hætta og þá er kannski best að hætta á toppnum.
Það er þannig fyrir Manu Ginobili leikmann San Antonio Spurs, sem var að tilkynna að hann ætlar að hætta eftir 16 leiktímabil hjá liðinu.
Manu hefur verið lykilþáttur í góðu gengi liðsins síðustu 16 árin og gott dæmi um það eru þessi skot sem enginn trúði að hann gæti hitt úr:
Gangi þér vel Manu í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur!