Tom Cruise er á því að við þurfum að undirbúa okkur áður en við förum að sjá nýjustu Mission Impossible bíómyndina – því að hún á að vera sú svakalegasta!
Tom Cruise er þekktur fyrir að gera sín eigin áhættuatriði og þegar það kemur að allra hættulegustu atriðunum þá er það ekki hann sem stoppar sig af, heldur þurfa framleiðendurnir að gera það. Þeir vilja ekki bera ábyrgð á dauða hans að neinu leyti – og þá sérstaklega ekki fjárhagslega tjóninu sem fylgir því að farga súper stjörnu af þessum kalíberi!
Hér fyrir ofan sjáum við eitt af þeim ótrúlegu áhættuatriðum sem við megum búast við í Mission Impossible 6 – sem ber undirtitilinn FALLOUT.
Ég er allavegana orðinn súper spenntur – hvað með þig?