Sá atburður átti sér stað í Skotlandi á dögunum að tré varð fyrir eldingu í stormi sem olli því að það rifnaði upp með rótum.
Þegar íbúar í nærliggjandi smábæ ætluðu að fjarlægja tréið sáu þeir að beinagrind hékk í rótunum.
Fyrstu rannsóknir á beinagrindinni benda til þess að hún sé í kringum 1000 ára gömul og af karlmanni á aldrinum 17 – 25 ára. Beinagrindin ber þess merki að maðurinn var stunginn með sverði eða hníf og það nokkuð oft. Hann hefur síðan verið grafin í grunna gröf og með tímanum hafa rætur trésins læst sig utan um hann.
Gamlar heimildir benda til þess að einhversstaðar á svæðinu hafi verið kirkja og kirkjugarður á árunum 1030 – 1200 sem er á svipuðum tíma og maðurinn hefur verið drepinn en engar fleiri beinagrindur hafa fundist á svæðinu.