Auglýsing

Tuborg með kunnuglegar bjórumbúðir á Gay-pride í Kaupmannahöfn

Vinstra megin má sjá nýjar umbúðir Tuborg í kringum Gay Pride – en hinn íslenski Ástríkur hefur komið út í 4 ár.

Eins og Íslendingar þekkja framleiðir brugghúsið Borg bjórinn Ástrík í tengslum við Hinsegin daga á Íslandi og hefur gert undanfarin fjögur ár.  Bjórinn er vinsæll hérlendis og er bruggaður til styrktar Hinsegin dögum. En bjórinn hefur ekki einungis átt vinsældum að fagna á klakanum því hann er einnig fluttur út til þónokkurra landa, þar með talið Danmerkur þar sem hann hefur fengist undanfarin 3 ár eða svo.

Það kom því nokkuð á óvart að sjá annan bjór í álíka umbúðum í hillum verslana í Kaupmannahöfn nýverið:

Við ákváðum að heyra í Sturlaugi Jóni Björnssyni bruggmeistara Borgar og kanna hvað hann hafði um málið að segja:

„Við höfum einmitt fengið pósta um þetta mál undanfarið frá vinum okkar í Danmörku, en fögnum þessu bara og bjóðum Tuborg velkomið í regnbogaliðið. Við teljum okkur enganveginn eiga einkarétt á umbúðum í regnbogalitum þó mögulega sé hægt að deila um frumlegheitin í þetta skiptið.  Mestu máli skiptir að þetta eykur enn frekar vitund um þá mikilvægu baráttu sem Gay Pride hátíðirnar standa fyrir og annað er aukaatriði“ svaraði Sturlaugur léttur í bragði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing