Það eru fáir sem átta sig betur á nauðsyn þess að geta gert marga hluti í einu þegar maður er móðir heldur en hún Jaime Sloan, sem pumpaði brjóstamjólk á sama tíma og hún sló sitt eigið met í Járnkarli.
Járnkarl er tæplega 4km sund, svo strax í kjölfarið 180km á hjóli og í lokin þá er hlaupið heilt maraþon (42km).
Jaime er 34 ára tveggja barna móðir og hún eignaðist yngra barnið sitt 7 mánuðum áður en hún fór Járnkarl í þetta sinn – og hún hafði ákveðið fyrir mótið að hún myndi taka smá stopp í miðjum Járnkarlinum og pumpa brjóstamjólk.
En svo þegar hún var að klára hjólaferðina þá áttaði hún sig á því að hún var á rosalega góðum tíma og gæti mögulega slegið sitt eigið met.
Það var því ekki séns að hún myndi stoppa til að pumpa brjóstamjólkina, svo hún greip bara græjurnar og pumpaði á meðan hún hljóp.
Þetta var smá áhætta fyrir hana Jaime því að nekt er bönnuð á þessu Járnkarlsmóti, en hún tók áhættuna þar sem henni fannst þetta ekki falla undir þá klausu.
Annað fólk sem var að keppa tók þessu bara fagnandi og fannst hún þvílíkur nagli fyrir að gera þetta.
Jaime endaði með að slá metið sitt og kláraði alla keppnina á 6 klst, 12 mínútum og 33 sekúndum.
Þvílík snilld, vel gert!