Megan Fox var einu sinni ein vinsælasta stjarna Hollywood. Hún lék í Transformers myndunum og eftir það vildu öll tískublöð fá hana í myndatöku. En það er lítið búið að heyrast af Megan Fox þangað til núna.
Nú eru allir á Twitter að tala um Megan Fox en í þetta skiptið er ekki verið að tala um hvað hún sé sæt. Fólk er að missa sig yfir þumalputtunum hennar. Það eru allir að tala um að þessir puttar séu pínu eins og tær. Er eitthvað til í því?