Holly Holm er sú sem stoppaði Ronda Rousey og varð meistari í 135 punda flokki kvenna í UFC.
Hún keppti við Germaine de Randamie núna um helgina í fjaðurvikt sem er nýr kvennaflokkur í UFC. Germaine sló Holly eftir að bjallan hringdi bæði í lokin á lotu 2 og 3. Þær voru að keppast um titilinn í þessum nýja flokki og dómararnir dæmdu Germaine sigur.
Aðdáendur og UFC bardagamenn voru alls ekki sáttir með þessa ákvörðun dómara og létu í sér heyra á Twitter.