Auglýsing

Umhverfissinnar flýja íbúðir! Stjórnlaus gróður og skordýravandi breyttu náttúruparadís í martröð – myndir!

Byggingarverktakar fengu leyfi stjórnvalda í Kína til að byggja náttúruparadís fyrir umhverfissinna í miðri borg – svæðið er fallegt og kallast Chengdu’s Qiyi City Forest Garden.

Hugmyndin var að þetta gæti orðið framtíð íbúðarhúsnæðis sem hefði jákvæð áhrif á loftslagsmál í Kína og heiminum öllum. Einnig var rætt um jákvæð sálræn áhrif fyrir íbúa sem yrðu ekki fastir í steinsteypubyggingum heldur gætu notið lífsins í gróðurparadís.

Íbúðirnar 826 talsins – seldust strax upp og fóru fyrstu fjölskyldurnar að flytja inn í „paradísina“ á þessu ári. Það kom fljótt í ljós að umhverfis- og náttúruverndarsinnar sem sóttust eftir íbúðunum vilja nú ekki búa þarna vegna náttúrunnar – sem er pínulítið sérstakt.

Þeir sem hafa getað flutt inn eru fastir í gróður- og skordýramartröð ef svo mætti kalla. Frá því íbúðirnar voru byggðar 2018 hefur náttúran eðlilega tekið völdin og er nú gróður ALLS STAÐAR og upp með öllum veggjum.

Gróðri fylgja pöddur og önnur óvinsæl dýr á borð við maura, eitraðar köngulær, termíta, kakkalakkar, mýs og rottur svo eitthvað sé nefnt. Stærsti vandinn hefur þó verið milljónir moskítóflugna sem allar hafa gert sig heimakomnar og safnast saman á svæðinu í kringum blokkirnar.

Hér er listi yfir helstu tegundir sem finnast í blokkunum fyrir utan moskítóflugurnar:

Íbúar segja að það sé ekki hægt að fara út á svalir fyrir gróðri og innanhús eru skordýr að fjölga sér of hratt fyrir meindýraeyði blokkanna. Þetta er algjör martröð sem íbúar vilja að stjórnvöld bregðist við samstundis enda sumir „náttúruunnendurnir“ og fjölskyldur þeirra heimilislausar þar til þeir geta flutt inn.

Umhverfisverndarsinnarnir sem völdu þessar íbúðir vilja nú að verktakinn fjarlægi allan gróður af svæðinu. Þetta verður líklega gert með því að sprauta sterkum eiturefnum á plöntur og tré sem deyja þá innan nokkurra vikna. Svo þarf að rífa allan gróður burt og farga honum.

Næst verður allt bombað með skordýraeitri til að drepa allt líf sem hefur myndast á svæðinu. Þegar allt er dautt bæði gróður og skordýr þá líður smá tími þar til etrið dofnar nóg til að íbúar geti flutt inn. Svalir íbúðanna er sérhannaðar fyrir gróður en að öllum líkindum verður íbúum bannað að gróðursetja nokkuð svo vandinn komi ekki upp aftur.

Þetta er kaldhæðni örlaganna en umhverfisverndarsinnarnir sem keyptu íbúðirnar vilja nú flestir nota óumhverfisvænt eitur til að drepa allt líf. Það verður því óumhvefisvænasta svæðið í borginni eftir aðgerðirnar.

Þó þetta sé örlítið fyndið þá er auðvitað hugmynd um sambland náttúru og bygginga mikilvægt skref í loftslagsmálum. Það virðist hins vegar vera takmörkuð þekking á því hvaða plöntur henta og hvernig á að setja upp slíkar byggingar. Vonandi lærir verktakinn af þessari tilraun og stendur sig betur næst.

Hér að neðan má sjá þessa fallegu umhverfisparadís sem enginn vill búa í:

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing