Utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsækir Reykjavík í dag og samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þá á það eftir að valda truflun á traffík.
Vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fylgdarliðs hans má búast við lítilsháttar umferðartöfum í Reykjavík föstudaginn 15. febrúar, þ.e. í hádeginu og um kaffileytið, eða á milli kl. 15 og 16.
Gert er ráð fyrir stuttum umferðartöfum á meðan ráðherrann fer leiðar sinnar, bæði í miðborginni og á stofnbrautum í austurborginni, og eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði meðan á þessu stendur.
Komi til breytinga á þessari tilhögun verða þær tilkynntar sérstaklega.