Amber Rachdi barðist við offitu frá því hún var barn og var fljótt orðin ófær um að fara í bað eða sjá um sjálfan sig. Þegar hún var 23 ára tók hún áhættu og gerðist þáttakandi í sjónvarpsþættinum „My 600-Lb Life“. Hún var 298 kg þegar hún steig á vigtina fyrstu dagana áður en hún fór að fá aðstoð.
Eftir mikla aðstoð frá góðu fólki komst hún í samband við skurðlækninn Younan Nowzardian sem sá hversu alvarleg staðan var orðin. Dr. Younan setti Amber á nýtt mataræði og reyndi að koma henni í nógu gott form svo hægt væri að framkvæma hjáveitu skurðaðgerð á meltingafærunum.
Þessi aðgerð er ekki hættulaus en Amber var á hraðri leið með að borða sig til dauða að eigin sögn. Það var því ákveðið að slá til og hún hefur nú misst 180 kíló á skömmum tíma.
Læknirinn er henni áfram til halds og trausts svo hann hvatti hana til að ná ennþá heilbrigðari þyngd. Hann bauðst til að skera burt húðina sem varð eftir þegar hún léttist um leið og hún næði ákveðinni þyngd. Amber náði markmiðinu og segist aldrei hafa litið betur út.
Í dag er Amber að hugsa vel um sig og hvetur aðra í sömu stöðu til að leita sér hjálpar. Á Instagram er hún með reikning þar sem þúsundir fylgjast með lífi þessarar mögnuðu konu.
Henni er hægt að fylgja hér: https://www.instagram.com/amberrachdi/
Hér að neðan má svo sjá nýlega mynd sem sýnir hvernig hún leit út í lok síðasta árs.