Auglýsing

Vesenið við að borða ís er búið – Búið að þróa ís sem bráðnar ekki!

Jæja, það er komið að því – nú getum við kveikt í ísnum okkar. Já og hann bráðnar ekki. En það er einmitt þess vegna sem að við getum kveikt í honum.

Ísinn á Instagram myndinni hér fyrir ofan er eldfimur. Hann var ekki búinn til með það í huga, heldur til þess að standast hitann á sólríkum dögum – svo að við værum ekki alltaf bara með einhvern poll af ís eftir stuttan tíma.

En hann er svo hitaþolinn að það er hægt að kveikja í honum.

Vísindamenn hjá Kanazawa Ice fyrirtækinu í Japan þróuðu þennan mjúka ís sem getur haldið lögun sinni og kulda í nokkrar klukkustundir þrátt fyrir að vera í einstaklega heitu herbergi. Samkvæmt Kanazawa þá var þetta hægt með því að nota náttúrulegt efni sem kemur í veg fyrir aðskilnað raka og olíu í ísnum.

Þessi ís fór í sölu í Japan í byrjun mánaðarins.

Fyrirtækið ætlar líka að gefa út ís-nammi línu sem það að ísinn sé eldfimur og að góðgætið verði betra eftir að búið sé að kveikja í því – ekki ólíkt Sambuca.

Við hjá menn.is hlökkum allavegana til að fylgjast með þessu – og smakka á ísnum að sjálfsögðu, vonandi sem fyrst.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing