Hún Kelly Gale er Victoria Secret fyrirsæta og leggur mikið upp úr heilsu sinni. Eins og þið sjáið á Instagram myndinni hér fyrir ofan þá gerir Kelly meira að segja jóga þegar hún er í flugvélum. Hún lætur ekkert stoppa sig í að halda sér í formi.
Kelly veltir sér ekki mikið upp úr því hvað öðrum farþegum finnst, hvort sem að það er út af jóganu eða í myndatökum í vélinni. Hún segir að álit annarra skipti hana engu máli.
Kelly er þekkt fyrir Instagram myndirnar hennar úr ræktinni og það má með sönnu segja að hún slaki ekki á í þeirri deild.
Kelly segir að jóga í háloftunum sé góð leið til að berjast á móti „jet lag“ og tryggja að flugið hafi sem minnst áhrif á hana, hvort sem að það sé bjúgur eða eitthvað annað. Hún mælir eindregið með því.
Hún þarf allavegana að geta flogið á milli staða og vera strax tilbúin til að fara í myndatökur eins og hér fyrir ofan.