Þegar að áströlsku hjónin Diana Koski og John Nettleton voru á ferðalagi um Phnom Penh höfuðborg Kambódíu þá rákust þau á mann á götum borgarinnar sem vakti athygli þeirra.
Maðurinn gekk þögull um borgina, hann var með æxli sem huldi hálft andlit hans og var hundsaður af íbúum borgarinnar. Þau nálguðust manninn og reyndu að tala við hann, en hann skildi enga ensku.
Á meðan þau reyndu að tala við hann gengu íbúar borgarinnar framhjá og nokkrir reyndu að reka hann í burtu, þar til einn íbúi samþykkti að túlka fyrir þau.
Þau komust að því að maðurinn héti Vid, væri 34 ára gamall og heimilislaus. Þegar þau spurðu út í æxlið sagðist hann hafa fæðst með það.
Diönu og John langaði samstundis að aðstoða manninn, þau tóku hann með sér á hótelið sitt en á leiðinni þangað reyndu margir innfæddir að stöðva þau og reka Vid í burtu frá þeim.
Þegar þangað var komið fengu þau betri túlk og spurðu Vid hvort hann hefði áhuga á því að fá æxlið fjarlægt ef það væri hægt. Hann játti því um leið.
Diana og John komust í samband við mann í gegnum Facebook, eftir að þau deildu myndum af Vid þar í von um hjálp, sem þekkir lýtalækni í Singapúr – og stóra spurningin er hvort það sé yfirhöfuð hægt að fjarlægja æxlið.
Þau vilja vekja athygli á málinu því ef læknavísindin geta hjálpað Vid þá þarf að öllum líkindum að setja í gagn söfnun svo Vid geti öðlast eðlilegt líf.