Nú í kringum páskatímabilið hafa hinir ýmsu bjórar laumast út – og er einn af þeim Víking Double Bock.
Víking Double Bock er kröftugur páskabjór með öflugan ræðara í hverju sæti. Hann er bruggaður í sama stíl og aðrir bokkar sem hafa hraustlegan dökkbrúnan lit og eru í góðu jafnvægi. Bragðið er mjúkt og sætt, og eftirbragð af karamellu og súkkulaði fleytir bokkanum aðeins lengra.
Til marks um gæði þá var það enginn annar en hinn heimsfrægi snappari (á Íslandi) Gæi sem sagði hann á Facebook-síðu Víking Brugghús vera hátt skrifaðan í sínum bókum.
Gæja var komið skemmtilega á óvart því tilfinningarnar voru endurgoldnar. Hann er líka hátt skrifaður hjá Víking Brugghúsi.
En það má svo sem ekki gleyma hinum klassíska – sem stendur alltaf fyrir sínu …