Auglýsing

Viltu ala upp farsæla dóttur? – TUÐAÐU þá í henni, segja vísindin!

Vísindamenn í Bretlandi hafa komið með fregnir sem eru ef til vill ekki nein gleði fyrir ungar stúlkur. Það kemur nefnilega í ljós að tuð foreldrana er það sem getur hjálpað þeim hvað mest að ná langt í lífinu.

Vefurinn inc.com birti niðurstöður vísindamanna við Essex í Bretlandi. Yfirmaður hennar, Ericka G. Rascon-Ramirez, framkvæmdi rannsóknina á 15.000 breskum stúlkum á aldrinum 13 til 14 á 10 ára tímabili.

Niðurstöðurnar voru að foreldrar sem voru með miklar væntingar til dætra sinna og „minntu“ þær stanslaust á það (tuðuðu) – voru þeir sem voru líklegastir til að eiga farsælar dætur.

Í tilkynningu frá rannsóknarteyminu sagði:

„Bakvið hverja farsæla stúlku er tuðandi mamma. Unglingsstúlkur eru líklegri til að ná árangri ef þær eiga ákveðnar mæður.“

Niðurstöðurnar lýstu sér í því að mæður sem tuðuðu voru líklegri til að eiga dætur sem:

  • Urðu ekki óléttar á unglingsárum.
  • Voru líklegri til að fara í háskóla.
  • Ólíklegri til að festast í láglaunavinnu.
  • Ólíklegri til að vera atvinnulausar.

Þannig blessað tuðið … það virðist vera lykillinn að þessu öllu saman!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing