Náttúruundrið Hvítserkur er í grenndinni við Hótel Húna og er plönuð heimsókn þangað.
Mikil vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár hvað varðar heilbrigt líferni og er Yoga þar ekki undanskilið. Hópur sem hefur tileinkað sér hugsunarhátt og lífstíl þess fer ört stækkandi.
Nú gefst einstakt tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á að koma á vel skipulagt og innihaldsríkt Yoga & Nature Retreat um Verslunarmannahelgina, 3-6. ágúst, næstkomandi.
Helgin er í boði fyrir alla, sama hversu stutt eða langt þeir eru komnir í iðkun sinni. Einnig má benda á að Hótel Húni er fjölskylduvænt svæði svo ungir sem aldnir eru hjartanlega velkomnir.
Lögð verður áhersla á Yoga, hugleiðslu, holla næringu, dans, göngur og ljúfa tónlist, svo eitthvað sé nefnt, sjá dagskrá að neðan. Hópur Yoga-unnenda, tónlistar- og andlegrar iðkunar munu bjóða uppá ýmsa afþreyingu af þeim toga.
Hópur af góðu fólki stendur að helginni – öll með sína einstöku styrkleika:
Brynja Bjarnadóttir, Sölvi Avó Pétursson, Sölvi Tryggvason, Ragnar Árni Ágústsson, Vilhjálmur Andri Einarsson, Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, Margeir Steinar Ingólfsson, Friðrik Karlsson og Erla Eyland.
Ef þú hefur áhuga á að koma endurnærður út úr Verslunarmannhelginni þá má sjá nánar um viðburðinn HÉR