Auglýsing

Viltu læra að búa til Víking bjórbrauð? – Hér er uppskriftin!

Margir eru farnir að baka sitt eigið brauð – en hefur þú prófað að nota bjór í uppskriftina?

Nú á dögunum birtist uppskrift á Facebook síðu Víking brugghús – þar sem þeir komu með uppskrift að bjórbrauði. Og þykir það bragðast eins og hrein lystisemd.

Svona er það búið til:

Hráefni
3/4 tsk ger
500 gr Próteinríkt hveiti
10gr salt
1 stk Víking stout (330ml)
35ml vatn

Aðferð
Best er að baka brauðið á bökunarsteini í ofni eða pottjárns potti
1. Hitið ofninn í 250°C
2. Blandið saman hveiti og geri, bætið við salti og vökva og vinnið deigið saman í 6-7 mínútur á lægsta hraða í hrærivél með deigkróki, setjið svo vélina á miðlungs hraða og vinnið deigið í 2-3 mínútur í viðbót.
3. Breiðið yfir skálina og látið deigið hefast í 1 klst.
4. Takið deigið úr skálinni, mótið deigið og látið hefast í 30-60 mín
5. Setjið brauðið í ofninn og úðið vatni inn í ofninn og bakið í 10 mín, lækkið hitann niður í 220°C og bakið áfram í 20-25 mín.

Image may contain: food and indoor

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing