Nú vill svo skemmtilega til að íslenska landsliðið í fótbolta og íslenska landsliðið í körfu – eru að keppa á sama tíma í Finnlandi – nú í haust.
Gaman Ferðir ákváðu að nýta tækifærið og hnýttu saman í ferð – sem er draumur boltaáhugamannsins. Þar verður hægt að sjá bæði fótboltalandsliðið okkar – og körfuboltalandsliðið keppa í sömu ferðinni.
Leikurinn í fótboltanum er á milli Finnlands og Íslands í undankeppni HM í fótbolta. Svo er um að ræða tvo leiki körfuboltalandsliðsins í lokakeppni EM.
Það er alltaf einstök stemning þegar Íslendingar koma saman í stuðning við landsliðiðin okkar – og er nóg að benda á stemninguna í Hollandi í undankeppni EM, lokakeppni EM í Frakklandi, og stuðið sem myndaðist í kringum körfuboltaliðið okkar á Eurobasket 2015 – þar sem Íslendingar náðu að komast á lokamótið í fyrsta skipti. Minningarnar sem þar sköpuðust hjá þeim sem þar voru hreinlega ógleymanlegar.
Miðarnir á leikina í körfuboltanum fylgja með í tilboði Gamanferða – en aftur á móti þarf að kaupa miðana á Finnland – Ísland á www.midi.is og hófst sala á miðum á þann leik 24. apríl. Ferðin kostar frá 112.900 kr á mann.
Þetta er sannarlega draumaferð fyrir alla boltaáhugamenn þar slegið er tvær flugur í einu höggi.
Nánari upplýsingar um ferðina er að finna á heimasíðu Gaman Ferða eða HÉR!