Nú er tækifæri fyrir þá sem vilja upplifa yoga og hugleiðslu helgi uppá miðju hálendi í algjörri ró.
Þetta verður fyrsta andlega helgarnámskeið haldið uppá hálendi á Íslandi! Það verður farið inná við, borðaður grænmetismatur og hreinsandi safar, gengið í náttúrunni og slakað á heitu lauginni.
Dagskrá
27. Janúar
Komum okkur fyrir á Hveravöllum, súpa og létt kvöldmáltíð. Kvöld hugleiðsla og slakað á í heita pottinum undir norðurljósunum.
28. Janúar
9.00 Hugleiðsla og Jóga
11.30 Hádegisverður
13.00 Ganga í Náttúrunni
17.00 Hugleiðsla og Jóga
19.00 Kvöldverður
21.00 Kvöld Kakó Athöfn
Slakað á í heita pottinum.
29. January
9.00 Hugleiðsla og Jóga.
11.30 Hádegisverður
Slakað á í heita pottinum. Keyrt aftur til Reykjavíkur
Brynja Bjarnadóttir, jógakennari í world class og Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður og hugleiðslu kennari sjá um líkamlega og andlega iðkun á meðan Gló matar og drykkjar gerða meistarinn Sölvi Avo Pétursson sér um að næra líkama og sál.
Hveravellir eru á miðju hálendinu á Kjalarveginum milii Langjökuls og Hofsjökuls. Í algjörri villtri náttúru í kyrrð og fegurð. Þarna er mikið af hverum og ein besta heita laug á landinu: www.hveravellir.is
Hveravellir eru staðsettir á miðju hálendinu og eru þar af leiðandi einangraðir útaf snjó á veturnar. Þar af leiðandi þarf upphækkaðan jeppa til að komast þangað. Við getum aðstoðað með að skipuleggja ferðina þangað ef þú átt ekki breyttan 4×4 jeppa. Ef þú ert ekki viss um að jeppinn þinn komist endilega hafðu samband.
Verð með gistingu og mat
35.000 kr
– Til að bóka pláss þarf að leggja inn staðfestingagjald 15.000 kr
Skráning og frekari upplýsingar:
petur@lifefood.is
solvi@lifefood.is
Það er wifi á staðnum.