Laugardaginn 29.júlí mun Áttan FM og Egils Gull halda risastórt Fótboltagolfmót.
Verðlaunin: Eru ekki af verri kantinum. Þau eru heilt bretti af Egils Gull.
Fyrir áhugasama þá er heilt bretti af Egils Gull MJÖG mikið. Það gerir 1520 bjórar !
Mótsfyrirkomulag:
- Þú skráir þitt 4 manna lið HÉR á síðu Skemmtigarðsins – Það mega ekki vera færri né fleiri en 4 í liði.
- Skráningargjald er 2500 kr per þátttakanda, samtals 10.000 kr á lið, sem gerir 500 kr meira en kostar venjulega í Fótboltagolf
- Mótið byrjar kl. 10:00 og stendur þar til úrslit eru ljós þann 29. Júlí
- Keppt verður einn hringur á öllum 12 holunum og liðið sem klárar hringinn á fæstum spörkum sigrar ! – Ef um jafntefli er að ræða mun verða bráðabani á holum 7, 8 og 9.
- Mæting hjá liðum er kl: 10:00 – Þau lið sem eru ekki mætt eftir 10:15 missa sitt sæti á mótinu.
Meðan á móti stendur verður 2 fyrir 1 af Egils Gull og Pylsum.