Áfanginn „The Science of Happiness“ eða „The Science of Well-Being“ eins og hann er líka kallaður er vinsælasti áfangi háskólans Yale frá upphafi – og það segir ansi mikið þar sem að skólinn var stofnaður 1701 og hefur verið einn vinsælasti og virtasti skóli heims síðan þá.
Nú getur þú skráð þig í áfangann sem við köllum á íslensku „Vísindin á bakvið hamingju“ og það kostar þig ekki nema 0 krónur – og svo 0 krónur á mánuði í 12 mánuði – sem gerir námskeiðið ÓKEYPIS.
Ekki bara er námskeiðið ókeypis heldur er það líka kennt á netinu svo þú þarft ekki að eiga á hættu að smitast á þessum flóknu tímum kórónaveirunnar og getur bara lært að vera hamingjusöm/hamingjusamur heima í stofu, sama hvort þú ert í sóttkví, samkomubanni eða ef lífið er aftur orðið „venjulegt“.
Það eina sem þú þarft að gera til að skrá þig á þetta snilldar námskeið á Coursera er að smella á myndina hér fyrir ofan – eða smella hér.
Njóttu vel og við óskum þér góðs gengis í leit þinni að hamingju!