Vísindamenn hafa loksins fundið lækningu við einni furðulegustu fóbíu mannkynsins; Köngulóafælni.
Þar að segja ef þú þjásti líka af ‘sarcoidosis’ sem er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem orsakar endurtekin flog í möndlunni, sem er sá hluti heilans sem kemur að tilfiningalegri hegðun, samkvæmt læknatímaritinu New Scientist Post.
Læknar fjarlægðu ‘skemmda’ svæðið vinstra megin í möndlunni á 44 ár gömlum manni sem þjáðist af ‘saracoidosis’ sjúkdómnum en stuttu eftir aðgerðina, þegar maðurinn hafði jafnað sig tók hann eftir því að ótti hans við köngulær var algjörlega horfinn.
Í dag vill hann koma við og halda á köngulóm til þess að rannsaka þær og kynnast þeim nánar en áður flýði hann þær eða reyndi að drepa með hárspreyi.
Hann hræðist hinsvegar ennþá suma hluti, eins og til dæmis að tala fyrir framan mikið af fólki.
Læknar við Brighton & Sussex læknaskólann telja að köngulóafóbían hafi horfið því vinstri hlið möndulsins stjórnar aðeins minni viðbrögðum en ekki stærri hræðslum eins og til dæmis niðurlægingu á almannafæri.
Þau sem óttast um líf sitt þegar þau sjá köngulær eru því enn sem komið er dæmd til að óttast þær það sem eftir er…nema að þau greinist með taugasjúkdóminn sjaldgæfa – en læknar skera ekki upp heila yfir „smáhlutum“ eins og köngulóafóbíu!