Loksins góðar fréttir fyrir kaffisjúklinga! Það ert ekki bara þú sem elskar kaffi, heldur húðin þín líka.
Rannsókn sýnir sterk tengsl milli þeirra sem drekka reglulega kaffi og minni líkum á húðkrabbameini.
Þrátt fyrir að það komi ekki í stað þess að nota sólarvörn sem ver okkur fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar þá gæti gamli góði kaffibollinn komið að gagni.
Bandarísku krabbameinsstofnunni (e. National Cancer Institute) birti rannsóknina og hún var unnin með tæplega 450 þúsund einstaklingum á aldrinum 50-71 árs.
Tímabil rannsóknarinnar var frá árinu 1996 og stóð hún yfir í 10 ár.
Þeir sem drukku 4+ bolla af kaffi á dag sýndu um 20% minna magn af „Malignant melanoma“ í húðinni. En jafnvel þeir sem drukku aðeins 1-2 bolla á dag mældust með jákvæð áhrif.
„Niðurstöðurnar okkar auk annara nýlegra rannsókna undirstrika að kaffidrykkja er ekki hættuleg,“ sagði Erikka Loftfield í viðtali við Live Science.
Rannsóknarteymið viðurkennir að aðrar rannsóknir sýni ólíkar niðurstöður og bendir á að ekki séu allir sammála um áhrif kaffidrykkju.
Þrátt fyrir að niðurstöðurnar virðist spennandi segir í tilkynningu frá Húðkrabbameinssamtökum Bandaríkjanna að enn sé æskilegt að nota sólarvörn til þess að forðast útfjólubláa geisla.
Þar til að niðurstaða næst í stóra kaffidrykkjumálinu þá getur það allavegana ekki skaðað að fá sér einn eða tvo bolla…