Auglýsing

Vítisterta SPRAKK framan í Birgi þegar hann tók hana í sundur – Ekki fyrir viðkvæma – MYND

Birgir

Birgir Ómar Jónsson lenti í háskalegu atviki þegar hann var 14 ára gamall. Hann var að taka í sundur vítistertu – þegar hún sprakk framan í hann.

Birgir Gat ekki opnað augun í viku og var heppinn að halda sjóninni.

„Ég slapp virkilega vel og verð alltaf þakklátur fyrir það.“ segir hann. „Það eru ekki allir sem eru svona heppnir, því miður. Ég hef nú að vísu ekki skánað mikið í framan eftir þetta en þó aðeins.“

Atvikið óx úr uppátækjum hans og vinar hans:

„Við vor­um tveir vin­ir að taka vít­istertu í sund­ur og ætluðum að nota duftið úr henni til að búa til sprengj­ur, en tert­an sprakk í hönd­un­um á mér og í and­litið á mér.“

Hann var heppinn að hitta hjúkrunarfræðing strax í kjölfarið á slysinu.

„Ef það hefði ekki verið hjúkr­un­ar­fræðing­ur inni á þess­ari víd­eó­leigu sem setti ískalt vatn í aug­un á mér all­an tím­ann á meðan við biðum eft­ir sjúkra­bíln­um þá væri ég lík­lega blind­ur í dag, sögðu lækn­arn­ir. Það munaði mjög litlu.“

Reynslan er ein sú sársaukafyllsta sem hann hefur upplifað á ævinni.

„Þetta var rosa­lega sárt og ég gat ekki opnað aug­un. Ég stóð fyr­ir utan víd­eó­leig­una og var að reyna að rífa aug­un á mér upp með putt­un­um. Ég gerði mér ekki grein fyr­ir því að þetta væri opið sár.“

Hér má sjá myndina af Birgi:

„Gleðilegt ár, munið að fara varlega, og ekki gleyma hlífðargleraugunum.“, segir Birgir að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing