Fyrr í vikunni bárust stuðningsmönnum Manchester United frábærar fréttir. Zlatan Ibrahimovic er búinn að framlengja samninginn sinn um eitt ár. Í byrjun sumars var ekki víst hvort Zlatan myndi spila aftur fótbolta en Zlatan segir að hann stjórni því hvenær hann muni hætta.
Manchester United deildu þessu magnaða myndbandi á Facebook eftir að Zlatan var búinn að skrifa undir.