Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, setti nýtt viðmið í að tala mannamál á málfundi Pírata um nýbyggingu Landspítalans og framtíðarsýn íslenskra spítala í dag. Hann sagði að engu fokking máli skipta hvar nýr Landspítali er reistur, svo lengi sem nægilegt fjármagn fyrir hann sé tryggt.
Sjáðu myndbandið sem Sara Oskarsson deildi á Facebook hér fyrir neðan.
„Markmiðið okkar er ekki endilega að gera það sem er skynsamlegast út frá skipulagsfræði, heldur að hlúa að fólki. Það má ekki gleyma þessu og spítalinn er bara hluti af þessu öllu saman,“ sagði Kári.
„Og það skiptir engu fokking máli hvar svona andskotans spítali er reistur. Það er aukaatriði! Hvernig vogið þið ykkur að gera það að deilumáli núna? „Give me a fucking chance, alright?“ Við þurfum að gera þetta almennilega, hvar svo sem spítalinn er settur niður.
Kári nefndi að hin Norðurlöndin eyði hærra hlutfalli af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið en Ísland.
„Þegar það er lagt til að við eyðum 11 prósentum af vergri landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið þá segir fjármálaráðherra landsins að við eigum ekki pening til að gera það!“
Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.
ÞAÐ SEM KÁRI SAGÐI. Takk.
Posted by Sara Oskarsson on Saturday, January 9, 2016