Auglýsing

20 ár frá því að Farin með Skítamóral var frumflutt: „Ertu þá farin? Ertu þá farin frá mér?“

Í dag eru 20 ár frá því að stórsmellurinn Farin með hljómsveitinni Skítamóral var frumflutt á Stöð 2. Við mælum með því að þú hlustir á lagið í spilaranum hér fyrir ofan og rifjir upp gamla og góða tíma.

Einar Bárðarson samdi Farin og rifjar upp sögu lagsins á Facebook-síðu sinni í dag. Hann segir lagið hafa verið það fyrsta sem hann samdi og var gefið út. „Í framhaldi urðu lögin fleiri og telja núna eitthvað um fjörutíu,“ segir hann.

Farin hinsvegar var lagið sem braut ísinn og náði fáheyrðum vinsældum. Svo miklum að það er án efa eitt af lögum áratugins frekar en lag ársins 1998.

Einar segist eiga strákunum í Skítamóral mikið að þakka að hafa tekið sénsinn á laginu sínu. „Þeir höfðu lagt grunninn að þessum vinsældum með því að spila um allt land í pásum hjá frægari sveitum og svo sjálfir,“ segir hann.

„Þegar þarna var komið við sögu gekk einhvern veginn allt upp og hljómsveitin varð „heimsfræg“ á „einni“ nóttu. Á svona sérstökum tímamótum langar mig að þakka strákunum fyrir einstakan vinskap og samstarf í yfir þrjátíu ár sem strákunum sem unnu með þeim eins Guðmundi Gíslasyni umboðsmanni, Viktori Hólm græjara og fleirum. Þá um leið öllu útvarps og fjölmiðlafólki sem kom að því að greiða þeim og laginu leið.“

Einar segir lagið hafa breytt gangi lífs síns og opnað dyr sem hann vissi ekki að væru til. „Ég er fullur þakklætis og gleði. Framundan er nýtt lag og það fyrsta sem ég hef samið og klárað í tíu ár. Hugsanleg endurgerð laganna minn og tónleikar í haust þar sem þessara tímamóta yrði gert skil … ef guð og velunnarar leyfa.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing