Enski boltinn byrjaði að rúlla á ný í gær og samkvæmt könnun Nútímans halda flestir þingmenn þjóðarinnar með Liverpool.
Liverpool mætir Stoke í dag í fyrsta leik liðanna á tímabilinu og okkur fannst því kjörið að hitta Púlarana á Alþingi og leita skýringa á aðdáun þingheims á liðinu. Sjáðu viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Árnason hér fyrir neðan.
Sjá einnig: Flestir þingmenn halda með Liverpool
Katrín Jakobsdóttir er einnig harður Púlari en hún komst því miður ekki vegna anna. Sjálfstæðismennirnir tveir voru hins vegar eldhressir og Guðlaugur viðurkenndi að líf Púlarans hafi verið erfitt undanfarið — svo erfitt að hann er byrjaður að grúska í viðskiptahlið boltans.
Guðlaugur sagði okkur einnig frá Alþingisboltanum, sem hann sér um. Tvær æfingar hafa farið fram og sluppu fáir frá henni ómeiddir.
Það er langur vegur frá því að menn komist heilir af æfingum Alþingismanna, svo mikið er víst.
Horfðu á viðtalið við þá félaga hér fyrir neðan.