Auglýsing

Afi syngur Ég vil fá mér kærustu fyrir ömmu í fallegasta myndbandinu sem þú sérð í dag

Afinn Hermann Ragnarsson gaf Sjöfn Bergmann, eiginkonu sinni, virkilega fallegan flutning á laginu Ég vil fá mér kærustu í afmælisgjöf þegar hún varð áttræð á dögunum. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Börn og barnabörn Hermanns hafa birt myndband af flutningnum á Youtube og þar kemur fram að forsaga málsins sú að Hermann sem ungur maður heyrði lagið í leiksýningunni Ævintýri á gönguför og varð þá staðráðinn í að eignast svona kostum prýdda kærustu.

„Hann fann, ótrúlegt en satt eina slíka, yngismeyna Sjöfn Bergmann, sem passaði svona glimrandi vel við lýsinguna og það sem meira var þá náði hann að vinna hug hennar og hjarta. Þau giftust 1960 og hafa fetað æviveginn samstíga síðan,“ segir í textanum sem fylgir myndbandinu fallega.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing