Andri Freyr Viðarsson var skilinn eftir í miðju þyrluflugi rétt hjá Bláfjöllum vegna þess að veðurtepptar, kanadískar göngukonur þurftu að komast í flug, sem þær voru alveg að missa af.
Þetta kemur fram í þættinum Andri á túristaflandri sem hefur göngu sína á RÚV í kvöld. Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir ofan.
Í fyrsta þættinum spjallar Andri við rútubílstýru, prófar Segway hjól, býður borgarstjóranum í TukTuk ásamt því að fara í fyrrnefnt í þyrluflug og síga ofan í Þríhnúkagíg.