Aron Már Ólafsson er þekktastur fyrir Snapchat-aðganginn Aronmola. Hann hefur nú sent frá sér tónlistarmyndband við lagið Stymmi Vil sem söngvarinn Maron Ár. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.
Sjá einnig: Vegan Vignir og fjölskylduerjurnar slá í gegn á Facebook, sjáðu myndbandið
Aron segir í samtali við Nútímann að lagið hafi verið létt grín sem átti að vera afmælisgjöf handa Styrmi, vini sínum. „Eftir að við byrjuðum þá var þetta bara svo gott að við tókum þetta alltaf aðeins lengra,“ segir hann.
Að lokum vorum við farnir að taka upp myndband við lagið með þvílíkar græjur á fullt af stöðum en ætluðum að taka það upp á iPhone fyrir utan Hörpuna.
Aron og félagar hans reka Complexx Studios, sem framleiðir lagið og myndbandið. „Hugmyndin er sú að þarna er vettvangur fyrir okkur til að leika okkur en einnig að vinna tónlist með öðrum,“ segir hann.
„Við höfum nú þegar tekið upp og unnið tónlist fyrir einstaklinga sem og hópa, eins og árshátíðarlög hjá fyrirtækum eða nefndum í skólum. Okkur fannst einfaldlega svo dýrt að fara í upptöku og fá unnið lag. Við vildum ná að vera með stúdíó sem verðleggur sig aðeins lægra en hinir en pródusera samt vel.“