Aron Pálmarsson hafði alltaf látið sig dreyma um að spila með Barcelona. Aron hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið en í þættinum Atvinnumennirnir okkar svaraði hann játandi þegar Auðunn Blöndal spurði hvort hann myndi einn daginn spila fyrir Barcelona.
Sammi og Gunni leikstýrðu þáttunum sem voru sýndir á Stöð 2 í fyrra. Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir ofan. „Ég hef nú sagt frá því ég var 14 eða 15 ára að mig hefur alltaf langað til að spila með Barcelona,“ sagði Aron í þættinum. Auddi spyr þá: „Heldurðu að það muni einhvern tíma gerast?“
„Já. Ég held það,“ svarar Aron og nú er samningur í höfn.