Sigmundur Davíð lagði til að Sigurður Ingi myndi taka við sem forsætisráðherra.
Margir hafa mótmælt þessari niðurstöðu en getum ekki setið á okkur og urðum að setja saman smá grín með hjálp Larry David. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá augnablikið þegar Sigurður segir frá nýju stöðunni í fréttum á Stöð 2.
Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Annars er hér er staðan í stuttu máli:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í dag. Hann lagði til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, yrði forsætisráðherra.
Þetta gerðist eftir að Sigmundur Davíð fór á Bessastaði í morgun og óskaði eftir umboði frá Ólafi Ragnari Grímssyni til að rjúfa þing. Eða svo segir Ólafur Ragnar en Sigmundur Davíð segir að formleg tillaga hafi ekki verið borin upp. Sigmundur Davíð hyggst sitja áfram á þingi og vera áfram formaður Framsóknarflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sagði í Kastljósi í kvöld að eitt af þeim málum sem hann muni ræða við Sigurð Inga Jóhannesson sé hvort tilefni sé til að flýta kosningum.
Ég ætla að setjast niður með honum og láta reyna á hvort við erum ekki með sameiginlega sýn á þetta við þessar aðstæður sem uppi eru.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í fréttum RÚV að haldið verði til streitu tillögu um vantraust á hendur ríkisstjórninni. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur undir það. „Við teljum eðlilegt að almenningur komi að þessu máli og fái tækifæri til að sýna sinn vilja í verki,“ sagði hún í fréttum RÚV.