Árshátíð læknanema fór fram í gærkvöldi og eins og venjulega þá var mikið grínað. Læknanemar á fjórða ári settu saman myndband og fengu til liðs við stórskotalið til að taka þátt í gríninu. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.
Á meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru Baltasar Kormákur og Lækna-Tómas en Tómas var ráðgjafi í Eiðnum eftir Baltasar. Þá kemur Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra einnig fram.