Auglýsing

Bernskubrek Jóa, Góa og Atla Þórs afhjúpuð: Þýskur sumarsmellur loksins kominn á internetið

Árið 2003 stofnuðu leiklistarnemarnir Atli Þór Albertsson, Guðjón „Gói“ Davíð Karlsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson þýska hljómsveit sem fékk nafnið Franzbruder. Félagarnir sömdu nokkur lög og spiluðu víða á skemmtunum. Lagið Grossmutter sló gegn sumarið árið 2003 en myndbandið við lagið hefur aldrei farið á internetið.

Fyrr en nú.

Myndbandið var að finnast og þú getur horft á það hér fyrir ofan. Hjörtur Grétarsson leikstýrði myndbandinu og fyrirtækið hans Storm, sem síðar varð True North, sá um upptöku og eftirvinnslu.

„Myndbandið hefur aldrei verið til á stafrænu formi og því aldrei ratað á netið,“ segir Gói í samtali við Nútímann.

Die Franzbruder lögðu svo hljóðfærin á hilluna og myndbandið týndist. Það er nú komið í leitirnar og með nútímatækni hefur myndbandinu verið komið í stafrænt form og birtist hér í fyrsta sinn á netinu og verður nú til. Að eilífu.

Leiklistarnemarnir þrír urður síðar þekktari fyrir annað en að vera tónlistarmenn — þótt það liggi augljóslega vel fyrir þeim. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing