Tómas Bjarni Bachmann og Bísó Heiðarsdóttir Tamimi eiga von á fyrsta sínu barni í mars á næsta ári og í gærmorgun fóru þau í ómskoðun til að fá að vita kyn barnsins.
Í stað þess að fá upplýsingar um kynið strax, báðu þau lækninn um að skirfa það á miða og fóru beint á Íslenzku Húðflúrstofuna. Þar lét Tómas flúra mynd af fyrsta hjartalínurit barnsins og fékk Sindra á Huðflúrstofinni, sem var þá sá eini sem vissi kynið, að gera línuritið bleikt eða blátt.
Í gærkvöldi héldu þau svo veislu þar sem þau sýndu vinum og vandamönnum flúrið og í ljós kom að það er bleikt en Bísó gengur með stelpu. Allt ferlið var tekið upp og settu þau saman skemmtilegt myndband sem sjá má hér að neðan.
Tómas segir í samtali við Nútímann að þau Bísó hafi viljað fara nýja leið til að tilkynna kynið. „Okkur fannst þetta hefðbundna, að skera í köku eða sprengja blöðrur vera orðið boring og við vildum hafa þetta eitthvað persónulegra og öðruvísi,“ segir hann.
Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan
Eyddi óvart póstinum, hér er betra myndband í betri gæðum!Fór í skemmtilegt flúr í dag. Blindandi. Þar var sett bleikt eða blátt til að segja til um kynið. Svo var kynið opinberað í kynjaveislu seinna um kvöld.Á von á prinsessu 19 Mars 2018 ???
Posted by Tómas Bachmann on Mánudagur, 2. október 2017