Auglýsing

Börn svara stóru spurningunum: Hvernig langar þig að breyta heiminum? „Fara meira í sund“

Alþjóðlegur dagur barna er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag en dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Af því tilefni sendi UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, frá sér myndband þar sem börn svara stórum spurningum. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Yfirskrift alþjóðlegs átaks UNICEF á alþjóðlegum degi barna er #KidsTakeOver eða #börnfáorðið og eru ýmsar uppákomur skipulagðar um allan heim. „Yfir 130 lönd taka þátt á átakinu þar sem börnum er gefinn vettvangur til að tjá sig um þau mál sem brenna á þeim,“ segir í tilkynningu frá UNICEF.

Tilgangurinn er að minna á að börn eiga mikilvæga rödd og að þau skulu vera þátttakendur í ákvörðunum sem munu móta framtíð þeirra.

Í tilefni dagsins fá fyrstu Réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. „Í samstarfi við UNICEF leggja þessir skólar og frístundaheimili Barnasáttmálann til grundvallar í öllu sínu í starfi,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing