Hrafn Jónsson hefur sent frá sér bókina Útsýnið úr Fílabeinsturninum. Í bókinni er að finna safn stórkostlega pistla Hrafns af vef Kjarnans en þeir hafa slegið rækilega í gegn. „Betri vitnisburð um það ofsalega skrýtna kjörtímabil sem nú er nýliðið er ekki hægt að finna,“ segir í lýsingu á bókinni á vef Kjarnans.
Nauðsynlegt er að sá vitnisburður sé geymdur á prenti á Landsbókasafninu. Og í bókahillum allra heimila landsins sem vilja láta taka sig alvarlega.
Hrafn hélt útgáfuhóf í gær. Tónlistarmaðurinn Gunnar Jónsson kom þar fram og flutti einn af pistlum Hrafns í formi jólalagsins Heims um ból. Útkoman er ekkert minna en sprenghlægileg. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Bókin er komin í verslanir en fæst einnig hér, í vefverslun Kjarnans.