Auglýsing

Camilla bjóst við að kannski 100 manns myndu fylgjast með brúðkaupinu í beinni á Facebook

Camilla Rut og Rafn Hlíðkvist gengu í það heilaga um síðustu helgi. Þúsundir fylgdust með brúðkaupinu í beinni útsendingu á Facebook en Camilla bjóst við að kannski 100 myndu fylgjast með.

Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti Camillu og ræddi við hana um brúðkaupið sem hlýtur að vera brúðkaup ársins. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan. Búið er að horfa á brúðkaupið 30 þúsund sinnum á Facebook. „Þetta var aðeins meira en ég bjóst við,“ segir Camilla.

Til að byrja með ætlaði ég bara að gera þetta fyrir mína fylgjendur en ég bjóst ekki við að 30 þúsund manns myndu horfa.

Camilla Rut bloggar á vefnum Mamie.is og er einnig með þúsundir fylgjenda á Snapchat (camyklikk). Upphaflega vildi hún leyfa fylgjendum sínum að taka þátt í stóru stundinni. „Við ákváðum að hafa þetta í beinni á Facebook ef fólk myndi vilja fylgjast með. Ég hugsaði án djóks að það væri kúl ef 100 manns myndu horfa,“ segir hún.

Sjáðu viðtalið við Camillu hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing