Einhver dónalegasta, en um leið skemmtilegasta spurning í sögu Gettu betur var borin upp á föstudagskvöld þegar Menntaskólinn í Reykjavík mætti Menntaskólanum á Akureyri.
Spurt var um apategund en eitt sem er sérstakt við tegundina er að hún stundar nokkuð svipað kynlíf og maðurinn. Meðal annars munnmök. Horfðu á Björn Braga lesa upp spurninguna í spilaranum hér fyrir ofan.
Viðbrögðin á Twitter voru ansi skemmtileg en margir voru að horfa á viðureignina með börnunum sínum
Vissi ekki hvernig ég átti að skýra apaatriðið fyrir börnunum mínum #gettubetur
— Hildur Þ. Magnúsd (@HildurMagnusd) March 4, 2016
Hey krakkar. Sáuð þið þegar bonobo aparnir voru að leita að lúsum á hvorum öðrum?
Við feðgarnir sáum það líka. #gettubetur— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) March 4, 2016
Munnmök apa. Börnin spurðu einskis. #takkRÚV #gettubetur #MAíberjamó
— Kolbrún Ýrr Bjarnadó (@kolbrunyrr27) March 4, 2016
Það er ekki verið að hugsa um börnin!!!! #gettubetur #klámsýning #fjölskylduþáttur
— Rósa Hrönn (@RosaHronn) March 4, 2016
Það er ekki verið að hugsa um börnin!!!! #gettubetur #klámsýning #fjölskylduþáttur
— Rósa Hrönn (@RosaHronn) March 4, 2016
Var ég að horfa á apa í "69" með 6 ara dóttur minni?! ??? #gettubetur
— Pálína Gunnlaugs (@PGunnlaugs) March 4, 2016
Aðrir grínuðust meira um málið á almennan hátt
More like Dónóbóapar #amirite #gettubetur
— Þorgils Jónsson (@gilsi) March 4, 2016
Apakynlíf í #gettubetur – nú fær Magnús Geir að fjúka…
— Stefán Pálsson (@Stebbip) March 4, 2016