Grínistinn Dóri DNA grillaði Gísla Martein og fleiri í stórkostlegri ræðu sem hann hélt í beinni útsendingu á RÚV í gærkvöldi. Gísli er á hækjum og það mætti segja að Dóri hafi ekki verið fullur af samúð. Horfðu á ræðuna hér fyrir ofan.
Sjá einnig: Dóri DNA útskýrir hrókeringar í forsætisráðuneytinu á fáránlega fyndinn hátt, sjáðu myndbandið
Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að sjónvarpsútsendingar hófust á Íslandi býður RÚV til afmælisveislu í nýjum skemmtiþætti í beinni útsendingu. Fyrsti þátturinn var í gærkvöldi en næstu laugardaga verður farið yfir sjónvarpssöguna í þáttunum.
Dóri fór um víðan völl í ræðu sinni og þakkaði RÚV meðal annars fyrir að hefja sýningar á Simpson-fjölskyldunni á sínum tíma. Þá grillaði hann Magnús Geir útvarpsstjóra, stofnunina sjálfa og ýmsa aðra.